Átta vikna gamalt folald af tegundinni shetlands pony upplifir sig eins og hund eftir að hryssan afneitaði því eftir að hún kastaði. Eigandi folaldsins sem býr í Englandi segir að eftir að hún tók að sér að fæða folaldið og vaka yfir því ásamt Labrador hundinum á bænum þá hagi folaldið sér eins og heimilishundurinn og því líki það vel.
Folaldið leikur sér að ná í hluti í kjaftinum eins og hundur og einnig borðar folaldið innanhúss eins og hundurinn.