Nú eru aðeins 10 dagar í að úrtaka fyrir Meistaradeild VÍS fer fram í Ölfushöll á Ingólfshvoli, en hún verður haldin laugardaginn 20. janúar næstkomandi. Það er mikill hugur í mönnum fyrir úrtökuna og keppast menn nú í hverju horni að þjálfa þann klár sem stefna skal með í úrtökuna.
Ekki er þó sigur sjáanlegur þótt menn komist inn á úrtökuhrossinu, því vandasamt verk er að keppa í þeim mismunandi keppnisgreinum sem haldnar eru í deildinni. Það verður spennandi og fróðlegt að sjá hverjir það verða sem mæta þann 20. janúar og stinga sér í djúpu laugina til að freista þess að berjast við þá bestu sem eiga sitt sitt sæti í deildinni.
Þeir sem eiga tryggt sæti í Meistaradeild VÍS 2007 eru:
Atli Guðmundsson
Hinrik Bragason
Hulda Gústafsdóttir
Jóhann G. Jóhannesson
Páll Bragi Hólmarsson
Sigurbjörn Bárðarson
Sigurður Sigurðarson
Sigurður V. Matthíasson
Sævar Örn Sigurvinsson
Valdimar Bergstað
Viðar Ingólfsson
Þorvaldur Árni Þorvaldsson
Allt um Meistaradeildina á www.hestafrettir.is