Beckham getur haft gríðarleg áhrif 13. janúar 2007 17:30 Alexei Lalas bindur miklar vonir við komu Beckham til LA Galaxy. MYND/Getty Koma David Beckham til LA Galaxy getur komið liðinu í hóp fremstu félagsliða veraldar, að því er Alexei Lalas, fyrrum landsliðsfyrirliði Bandaríkjanna og núverandi framkvæmdastjóri LA Galaxy, heldur fram. Mikið hefur verið rætt og skrifað um risasamning Beckham við LA Galaxy og hefur áherslan jafnan verið mest á ímyndar- og vörumerkis hluta samningsins en þeim mun minni á fótboltalegar forsendur hans. Beckham hefur sjálfur gert aumkunarverðar tilraunir til að réttlæta ákvörðun sína um að fara til Bandaríkjanna með því að segja hana hafa alls ekki snúist um peninga - og nú hefur Lalas bæst í hópinn. “Við erum gríðarlega spenntir fyrir komu Beckham. Um er að ræða leikmann, alþjóðlegan stjörnu, sem hefur spilað með bestu liðum heims í mörg ár. Hann er ennþá á góðum aldri, á hátindi ferils síns og við erum sannfærðir um að koma hans getur komið LA Galaxy á nýjan stall í alþjóðlegu samhengi. Við vonumst til þess að Galaxy verði leiðandi félag á sínu sviði í heiminum á næstu árum,” sagði Lalas á blaðamannafundi í gær. Spurður um hvort markaðslögmálin hefðu ekki átt neinn hlut að máli þegar ákveðið var að semja við Beckham, sagði Lalas að svo væri ekki. “Þegar við horfðum yfir lista af leikmönnum sem við gátum mögulega fengið þá stóð nafn Beckham upp úr. Við spurðum okkur: Mun hann geta hjálpað Galaxy til að vinna titla á komandi árum. Svarið var já og þess vegna fengum við hann,” sagði Lalas. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Koma David Beckham til LA Galaxy getur komið liðinu í hóp fremstu félagsliða veraldar, að því er Alexei Lalas, fyrrum landsliðsfyrirliði Bandaríkjanna og núverandi framkvæmdastjóri LA Galaxy, heldur fram. Mikið hefur verið rætt og skrifað um risasamning Beckham við LA Galaxy og hefur áherslan jafnan verið mest á ímyndar- og vörumerkis hluta samningsins en þeim mun minni á fótboltalegar forsendur hans. Beckham hefur sjálfur gert aumkunarverðar tilraunir til að réttlæta ákvörðun sína um að fara til Bandaríkjanna með því að segja hana hafa alls ekki snúist um peninga - og nú hefur Lalas bæst í hópinn. “Við erum gríðarlega spenntir fyrir komu Beckham. Um er að ræða leikmann, alþjóðlegan stjörnu, sem hefur spilað með bestu liðum heims í mörg ár. Hann er ennþá á góðum aldri, á hátindi ferils síns og við erum sannfærðir um að koma hans getur komið LA Galaxy á nýjan stall í alþjóðlegu samhengi. Við vonumst til þess að Galaxy verði leiðandi félag á sínu sviði í heiminum á næstu árum,” sagði Lalas á blaðamannafundi í gær. Spurður um hvort markaðslögmálin hefðu ekki átt neinn hlut að máli þegar ákveðið var að semja við Beckham, sagði Lalas að svo væri ekki. “Þegar við horfðum yfir lista af leikmönnum sem við gátum mögulega fengið þá stóð nafn Beckham upp úr. Við spurðum okkur: Mun hann geta hjálpað Galaxy til að vinna titla á komandi árum. Svarið var já og þess vegna fengum við hann,” sagði Lalas.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira