Erlent

30 milljón kvenmannslausir Kínverjar

Sjanghæ í Kína.
Sjanghæ í Kína. MYND/Gunnar V. Andrésson

Kínversk yfirvöld hafa af því nokkrar áhyggjur að árið 2015 verða karlar á giftingaraldri þrjátíu milljónum fleiri en konurnar. Þetta er afleiðing hinnar ströngu reglu stjórnvalda um að fjölskyldur megi aðeins eiga eitt barn. Það hefur leitt til stórfelldra fóstureyðinga á stúlkubörnum, þótt það sé stranglega bannað.

Vandamálið er sérstaklega alvarlegt á landsbyggðinni, þar sem nauðsynlegt þykir að eignast syni sem geti séð fyrir foreldrunum í ellinni. Þar er því oftar en ekki gripið til fóstureyðingar, ef væntanlegt barn er kvenkyns. Í sumum héruðum fæðast 130 drengir á móti hverjum 100 telpum. Á vesturlöndum er hlutfallið 105-107 drengir á móti hverjum 100 telpum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×