Airbus gefur út neikvæða afkomuviðvörun 18. janúar 2007 13:15 Frá tilraunaflugi Airbus-risaþotanna í ágústlok í fyrra. Mynd/AFP Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. Stjórn EADS, móðurfélags Airbus, hefur enn ekki greint frá afkomuspá Airbus á þessu ári en greinendur telja að fyrirtækið muni skila af sér um tveggja milljarða evru taprekstri á árinu. Það jafngildir um 181,6 milljarða króna tapi á tímabilinu. Inni í afkomutölum síðasta árs mun vera kostnaður við endurskipulagningu fyrirtæksins, sem tekur gildi í næsta mánuði. Upphaflega stóð til að kostnaðurinn myndi færast yfir á yfirstandandi rekstrarár en nú hefur verið hætt við það en búist við að gjörningurinn muni að einhverju leyti laga við rekstur fyrirtækisins í bókum félagsins. Tafir á afhendingu risaþotanna olli Airbus talsverðum vandræðum á síðasta ári. Afhendingin er tveimur árum á eftir áætlun en til stendur að afhenda fyrstu vélarnar á næsta ári. Þá hótaði fjöldi flugfélaga að fara í skaðabótamál við Airbus vegna þessa en einungis eitt flugfélag Emirates í Dubai hefur fram til þessa ákveðið að fara alla leið í málinu. Tafirnar hrjá ekki einungis Airbus því gengi EADS hefur sömuleiðis fallið um þriðjung frá því fyrst var greint frá vandræðum við framleiðslu risaþotanna. Þá var tveimur æðstu stjórnendum Airbus og EADS sagt upp störfum vegna þessa og stendur enn yfir rannsókn á meintum innherjasvikum með sölu hlutabréf þeirra í EADS skömmu áður en gengi bréfanna féll. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. Stjórn EADS, móðurfélags Airbus, hefur enn ekki greint frá afkomuspá Airbus á þessu ári en greinendur telja að fyrirtækið muni skila af sér um tveggja milljarða evru taprekstri á árinu. Það jafngildir um 181,6 milljarða króna tapi á tímabilinu. Inni í afkomutölum síðasta árs mun vera kostnaður við endurskipulagningu fyrirtæksins, sem tekur gildi í næsta mánuði. Upphaflega stóð til að kostnaðurinn myndi færast yfir á yfirstandandi rekstrarár en nú hefur verið hætt við það en búist við að gjörningurinn muni að einhverju leyti laga við rekstur fyrirtækisins í bókum félagsins. Tafir á afhendingu risaþotanna olli Airbus talsverðum vandræðum á síðasta ári. Afhendingin er tveimur árum á eftir áætlun en til stendur að afhenda fyrstu vélarnar á næsta ári. Þá hótaði fjöldi flugfélaga að fara í skaðabótamál við Airbus vegna þessa en einungis eitt flugfélag Emirates í Dubai hefur fram til þessa ákveðið að fara alla leið í málinu. Tafirnar hrjá ekki einungis Airbus því gengi EADS hefur sömuleiðis fallið um þriðjung frá því fyrst var greint frá vandræðum við framleiðslu risaþotanna. Þá var tveimur æðstu stjórnendum Airbus og EADS sagt upp störfum vegna þessa og stendur enn yfir rannsókn á meintum innherjasvikum með sölu hlutabréf þeirra í EADS skömmu áður en gengi bréfanna féll.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira