Airbus gefur út neikvæða afkomuviðvörun 18. janúar 2007 13:15 Frá tilraunaflugi Airbus-risaþotanna í ágústlok í fyrra. Mynd/AFP Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. Stjórn EADS, móðurfélags Airbus, hefur enn ekki greint frá afkomuspá Airbus á þessu ári en greinendur telja að fyrirtækið muni skila af sér um tveggja milljarða evru taprekstri á árinu. Það jafngildir um 181,6 milljarða króna tapi á tímabilinu. Inni í afkomutölum síðasta árs mun vera kostnaður við endurskipulagningu fyrirtæksins, sem tekur gildi í næsta mánuði. Upphaflega stóð til að kostnaðurinn myndi færast yfir á yfirstandandi rekstrarár en nú hefur verið hætt við það en búist við að gjörningurinn muni að einhverju leyti laga við rekstur fyrirtækisins í bókum félagsins. Tafir á afhendingu risaþotanna olli Airbus talsverðum vandræðum á síðasta ári. Afhendingin er tveimur árum á eftir áætlun en til stendur að afhenda fyrstu vélarnar á næsta ári. Þá hótaði fjöldi flugfélaga að fara í skaðabótamál við Airbus vegna þessa en einungis eitt flugfélag Emirates í Dubai hefur fram til þessa ákveðið að fara alla leið í málinu. Tafirnar hrjá ekki einungis Airbus því gengi EADS hefur sömuleiðis fallið um þriðjung frá því fyrst var greint frá vandræðum við framleiðslu risaþotanna. Þá var tveimur æðstu stjórnendum Airbus og EADS sagt upp störfum vegna þessa og stendur enn yfir rannsókn á meintum innherjasvikum með sölu hlutabréf þeirra í EADS skömmu áður en gengi bréfanna féll. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. Stjórn EADS, móðurfélags Airbus, hefur enn ekki greint frá afkomuspá Airbus á þessu ári en greinendur telja að fyrirtækið muni skila af sér um tveggja milljarða evru taprekstri á árinu. Það jafngildir um 181,6 milljarða króna tapi á tímabilinu. Inni í afkomutölum síðasta árs mun vera kostnaður við endurskipulagningu fyrirtæksins, sem tekur gildi í næsta mánuði. Upphaflega stóð til að kostnaðurinn myndi færast yfir á yfirstandandi rekstrarár en nú hefur verið hætt við það en búist við að gjörningurinn muni að einhverju leyti laga við rekstur fyrirtækisins í bókum félagsins. Tafir á afhendingu risaþotanna olli Airbus talsverðum vandræðum á síðasta ári. Afhendingin er tveimur árum á eftir áætlun en til stendur að afhenda fyrstu vélarnar á næsta ári. Þá hótaði fjöldi flugfélaga að fara í skaðabótamál við Airbus vegna þessa en einungis eitt flugfélag Emirates í Dubai hefur fram til þessa ákveðið að fara alla leið í málinu. Tafirnar hrjá ekki einungis Airbus því gengi EADS hefur sömuleiðis fallið um þriðjung frá því fyrst var greint frá vandræðum við framleiðslu risaþotanna. Þá var tveimur æðstu stjórnendum Airbus og EADS sagt upp störfum vegna þessa og stendur enn yfir rannsókn á meintum innherjasvikum með sölu hlutabréf þeirra í EADS skömmu áður en gengi bréfanna féll.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira