Erlent

Kaþólska kirkjan vill undanþágu frá hommalögum

Westminster. Dómkirkja kaþólskra,  í Lundúnum.
Westminster. Dómkirkja kaþólskra, í Lundúnum. MYND/John Mark
Kaþólska kirkjan í Bretlandi segist kunna að loka ættleiðingarskrifstofum sínum ef hún verður neydd til þess, með nýjum lögum, að leyfa samkynhneigðum pörum að ættleiða börn. Löggjöf sem bannar mismunun samkynhneigðra tekur gildi í apríl. Um 4000 börn bíða þess á ættleiðingarstofum kirkjunnar að fá nýja foreldra.

Erkibiskup kaþólskra í Westminster, Cormac Murphy-O'Connor hefur skrifað Tony Blair, forsætisráðherra opið bréf, þar sem hann hvetur hann til þess að undanskilja kaþólsku kirkjuna hinum nýju lögum.

Talsmaður Blairs segir að forsætisráðherrann hafi enn ekki tekið endanlega ákvörðun um undanþágur frá lögunum, og hann muni ræða málið í ríkisstjórn sinni. Ráðherra stórnarskrármála í bresku stjórninni segir erfitt að sjá hvernig hægt sé að veita kirkjunni undanþágu.

"Ef við tökum þá ákvörðun að við sem samfélag getum ekki svipt samkynhneigt fólk réttindum sem aðrir hafa, þá getum við ekki veitt fólki undanþágur sem segist vera ósammála lögum vegna trúar sinnar eða kynþáttar. "



Fleiri fréttir

Sjá meira


×