Erlent

Ólöglegir innflytjendur sendir til síns heima

Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum leiðir hér einn ólöglegan innflytjenda á brott.
Lögregla í Kaliforníu í Bandaríkjunum leiðir hér einn ólöglegan innflytjenda á brott. MYND/AP

Mikill ótti hefur gripið um sig í samfélögum spænskra innflytjenda í Kaliforníu í Bandaríkjunum að undanförnu eftir að lögregla þar hóf að flytja af landi brott ólöglega innflytjendur. Lögreglan hóf átakið á þriðjudaginn var og segist einbeita sér að þeim ólöglegu innflytjendum sem eru glæpamenn.

Alls hafa þeir handtekið 423 manns í fangelsum í Kaliforníu og bíða þau nú þess að vera send úr landi. 338 manns til viðbótar voru svo handteknir fyrir að hafa ekki farið úr landi þegar landvistarleyfi þeirra var útrunnið. Bandarísk yfirvöld ákváðu nýverið að taka sig á í þessum efnum og kalla aðgerðirnar „Operation: Return to Sender" sem gæti útlagst á íslensku „Aðgerð: Skilað til Sendanda"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×