Erlent

Sturtaði evruseðlum yfir mannfjöldann

Vegfarendum í Kaiserslautern í Þýskalandi varð nokkuð hverft við í morgun þegar ský dró fyrir sólu og peningaseðlum tók að rigna. Ekki voru örlátir veðurguðir þarna á ferðinni heldur maður sem unnið hafði 100.000 evrur, jafnvirði níu milljóna króna, í útvarpshappdrætti. Hann ákvað að halda aðeins fjórðungi upphæðarinnar eftir handa sjálfum sér og hella afganginum, fimmtán þúsund fimm evruseðlum, niður úr kranabíl til fjárþurfi borgarbúa. Á fjórða þúsund manns reyndu að krækja sér í seðil þrátt fyrir að í borginni væri nístingskuldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×