Fótbolti

Schalke á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni

Leikmenn Schalke fagna öðru marka Kevin Kuranyi í dag.
Leikmenn Schalke fagna öðru marka Kevin Kuranyi í dag. MYND/Getty

Schalke er komið með þriggja stiga forystu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Frankfurt í dag. Helstu keppinautarnir í Werder Bremen eiga þó leik til góða á móti Hanover á morgun en Bayern Munchen er sex stigum á eftir Shalke eftir tap gegn Dortmund í gærkvöldi.

Kevin Kuranyi skoraði tvívegis fyrir Schalke í dag en liðið var á miklu skriði áður en vetrarfríið skall á í þýska boltanum fyrir jól. Umferðin í dag var sú fyrsta eftir vetrarfríið og virðist sem að Schalke sé í sama formi og áður.

Slæmt gengi Stuttgart heldur hins vegar áfram og í dag beið liðið lægri hlut gegn Nuremberg, 4-1. 

Schalke er með 39 stig eftir 18 leiki, Werder Bremen er með 36 stig eftir 17 leiki en í þriðja sæti er Bayern með 33 stig eftir 18 leiki. Stuttgart er með 32 stig en Hertha Berlin kemur síðan í fimmta sæti með 30 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×