Boldsen undir smásjá spænskra stórliða 29. janúar 2007 17:30 Joachim Boldsen gengur undir gælunafninu "traktorinn" í heimalandi sínu. Boldsen er algjör jaxl en þykir ótrúlega lipur handboltamaður miðað við líkamsburði. MYND/Getty Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni. "Þegar Boldsen spilar svona framúrskarandi vel eins og hann hefur gert á HM er ekkert skrítið að það skuli koma fyrirspurnir frá stærstu félögum heims," sagði Jan Larsen, framkvæmdastjóri AaB, við Extrabladet í Danmörku. Það kom gríðarlega á óvart þegar Boldsen ákvað að skrifa undir samning við danska liðið fyrr í vetur sem tekur gildi á næsta tímabili, því mörg lið í Þýskalandi og víðar voru á höttunum á eftir honum. Nú herma danskir fjölmiðlar hins vegar að Barcelona, San Antonio og Ciudad Real vilji öll fá Boldsen í sínar raðir. "Ég hafði eitthvað heyrt af þessu en veit sjálfur ekki neitt. Umboðsmaðurinn minn er í skíðaferð með fjölskyldunni og þess vegna gerist lítið í þessum málum," sagði Boldsen léttur á því þegar hann var spurður um málið. Boldsen hefur áður lýst því yfir að það sé gamall draumur sinn að spila á Spáni og svo gæti farið að gylliboð frá spænsku stórliði verði of gott til að hafna. Framhaldið ræðst þó alfarið á því hvort forráðamenn AaB eru reiðubúnir að sleppa einum besta leikmanni heims um þessar mundir. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni. "Þegar Boldsen spilar svona framúrskarandi vel eins og hann hefur gert á HM er ekkert skrítið að það skuli koma fyrirspurnir frá stærstu félögum heims," sagði Jan Larsen, framkvæmdastjóri AaB, við Extrabladet í Danmörku. Það kom gríðarlega á óvart þegar Boldsen ákvað að skrifa undir samning við danska liðið fyrr í vetur sem tekur gildi á næsta tímabili, því mörg lið í Þýskalandi og víðar voru á höttunum á eftir honum. Nú herma danskir fjölmiðlar hins vegar að Barcelona, San Antonio og Ciudad Real vilji öll fá Boldsen í sínar raðir. "Ég hafði eitthvað heyrt af þessu en veit sjálfur ekki neitt. Umboðsmaðurinn minn er í skíðaferð með fjölskyldunni og þess vegna gerist lítið í þessum málum," sagði Boldsen léttur á því þegar hann var spurður um málið. Boldsen hefur áður lýst því yfir að það sé gamall draumur sinn að spila á Spáni og svo gæti farið að gylliboð frá spænsku stórliði verði of gott til að hafna. Framhaldið ræðst þó alfarið á því hvort forráðamenn AaB eru reiðubúnir að sleppa einum besta leikmanni heims um þessar mundir.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira