Boldsen undir smásjá spænskra stórliða 29. janúar 2007 17:30 Joachim Boldsen gengur undir gælunafninu "traktorinn" í heimalandi sínu. Boldsen er algjör jaxl en þykir ótrúlega lipur handboltamaður miðað við líkamsburði. MYND/Getty Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni. "Þegar Boldsen spilar svona framúrskarandi vel eins og hann hefur gert á HM er ekkert skrítið að það skuli koma fyrirspurnir frá stærstu félögum heims," sagði Jan Larsen, framkvæmdastjóri AaB, við Extrabladet í Danmörku. Það kom gríðarlega á óvart þegar Boldsen ákvað að skrifa undir samning við danska liðið fyrr í vetur sem tekur gildi á næsta tímabili, því mörg lið í Þýskalandi og víðar voru á höttunum á eftir honum. Nú herma danskir fjölmiðlar hins vegar að Barcelona, San Antonio og Ciudad Real vilji öll fá Boldsen í sínar raðir. "Ég hafði eitthvað heyrt af þessu en veit sjálfur ekki neitt. Umboðsmaðurinn minn er í skíðaferð með fjölskyldunni og þess vegna gerist lítið í þessum málum," sagði Boldsen léttur á því þegar hann var spurður um málið. Boldsen hefur áður lýst því yfir að það sé gamall draumur sinn að spila á Spáni og svo gæti farið að gylliboð frá spænsku stórliði verði of gott til að hafna. Framhaldið ræðst þó alfarið á því hvort forráðamenn AaB eru reiðubúnir að sleppa einum besta leikmanni heims um þessar mundir. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira
Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni. "Þegar Boldsen spilar svona framúrskarandi vel eins og hann hefur gert á HM er ekkert skrítið að það skuli koma fyrirspurnir frá stærstu félögum heims," sagði Jan Larsen, framkvæmdastjóri AaB, við Extrabladet í Danmörku. Það kom gríðarlega á óvart þegar Boldsen ákvað að skrifa undir samning við danska liðið fyrr í vetur sem tekur gildi á næsta tímabili, því mörg lið í Þýskalandi og víðar voru á höttunum á eftir honum. Nú herma danskir fjölmiðlar hins vegar að Barcelona, San Antonio og Ciudad Real vilji öll fá Boldsen í sínar raðir. "Ég hafði eitthvað heyrt af þessu en veit sjálfur ekki neitt. Umboðsmaðurinn minn er í skíðaferð með fjölskyldunni og þess vegna gerist lítið í þessum málum," sagði Boldsen léttur á því þegar hann var spurður um málið. Boldsen hefur áður lýst því yfir að það sé gamall draumur sinn að spila á Spáni og svo gæti farið að gylliboð frá spænsku stórliði verði of gott til að hafna. Framhaldið ræðst þó alfarið á því hvort forráðamenn AaB eru reiðubúnir að sleppa einum besta leikmanni heims um þessar mundir.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira