Erlent

55 nunnur á flótta undan löggunni

Fimmtíu og fimm grískar nunnur, úr tveimur klaustrum, eru farnar í felur eftir að prjónaverksmiðja sem þær stofnuðu, fór á hausinn. Klaustur þeirra, eru nú auð og yfirgefin og enginn veit hvar hinar skuldugu þernur Krists eru niðurkomnar.

Fyrir nokkrum árum tóku nunnurnar 22 milljóna króna bankalán til þess að kaupa prjónavélar í verksmiðju sína. Ekki skorti eljuna og margar verslanir tóku að sér að selja prjónavörurnar frá klaustrunum tveimur.

Þrátt fyrir það jukust skuldirnar stöðugt og eru nú taldar nema yfir fimmtíu milljónum króna. Ekkert blasti við nema gjaldþrot, og nunnurnar létu sig þá hverfa. Talsmaður lögreglunnar segir að málið hafi ekki verið kært, og nunnurnar fimmtíu og fimm eru því ekki eftirlýstar. Lögreglan fylgist hinsvegar með framvindunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×