Erlent

Mágur Osamas myrtur á Madagaskar

Ósama bin Laden ásamt næstráðanda sínum.
Ósama bin Laden ásamt næstráðanda sínum. MYND/AP

Óþekktir byssumenn myrtu í dag mág Ósamas bin Laden, á eynni Madagaskar, sem er undan suðausturströnd Afríku. Jamal Khalifa átti þar demantanámu, og verslaði með eðalsteina. Tíu til tuttugu byssumenn eru sagðir hafa ráðist inn á heimili hans, skotið hann til bana, og stolið ýmsum eigum hans.

Bróðir hans sagði í samtali við Reutes fréttastofuna að hann teldi þetta vera einfalt ránmorð, án okkurra pólitískra tengsla.

Filipeyskt blað hafði fyrir nokkru eftir leiðtoga Abu Sayaf, hryðjuverkasamtakanna, að hann hefði fengið fjárhagsaðstoð frá Jamal Khalifa fyrir að senda vígamenn til Afganistans til að berjast með talibönum. Khalifa harðneitaði að hafa nokkurntíma stutt Abu SAyaf, eða nokkur önnur hryðjuverkasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×