Erlent

Bandaríkjamenn vopna Afgana

Bandaríkjamenn afhentu í dag afganska hernum þúsundir vopna og hundruð farartækja, til þess að styrkja hann í baráttunni við talibana. Þetta er þó aðeins toppurinn á ísjakanum því á næstu tveimur árum ætla Bandaríkjamenn að verja tæpum níu milljörðum dollara í að byggja upp öryggissveitir landsins.

Líklega mun ekki af veita, því búist er við að talibanar hefji mikla sókn þegar snjóa leysir og fjallaskörð verða fær á ný. Síðasta ár var það mannskæðasta síðan stjórn talibana var steypt af stóli árið 2001. Um 4000 manns létu lífið, langflestir uppreisnarmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×