Fótbolti

Kahn: Örvænting í vörninni hjá Bayern

NordicPhotos/GettyImages

Markvörðurinn Oliver Kahn segir að örvænting ríki í varnarleik Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og segir að gríðarlegar breytingar verði að eiga sér stað innan liðsins ef það eigi að tryggja sér Evrópusæti í deildinni í vor. Bayern steinlá 3-0 fyrir Nurnberg um helgina og situr nú í fjórða sæti deildarinnar.

"Það er hreint brjálæði hvað lið eiga auðvelt með að skora hjá okkur," sagði Kahn í samtali við þýska blaðið Bild í dag. "Menn eru að gera svo mörk klaufamistök að það liggur við að maður sé farinn að örvænta sem markvörður.

Ég er í toppformi en ég og markvarðaþjálfarinn erum farnir að spyrja okkur hvað við séum eiginlega að búa okkur undir á æfingum. Liðið er óöruggt og við verðum að leggja allt í sölurnar til að reyna að ná amk þriðja sætinu sem gefur Evrópusæti - kannski höfum við þá heppnina með okkur gegn Real Madrid í Evrópukeppninni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×