Erlent

Dönsku fríblöðin höggva skörð í lestur hinna

Fríblöðin í Danmörku virðast hafa haft talsverð áhrif á blöðin sem fyrir voru. Miðað við janúar á síðasta ári, hefur Berlingske Tidende misst tíu prósent lesenda sinna, Jyllandsposten um 16 prósent sinna lesenda og Århus Stiftstidende heil 29 prósent. Aðeins Politiken virðist hafa staðið af sér hrinuna, en þar fjölgaði lesendum um tvö prósent.

Hjá fríblöðunum er útkoman best á 24tímar sem hefur 464 þúsund lesendur daglega. Það er meira en hjá Nyhedsavisen og Dato samanlagt. Nyhedsavisen státar af 249 þúsund daglegum lesendum. Þess má geta að 24tímar var fyrsta fríblaðið sem kom út í Danmörku og var nokkrum mánuðum á undan Nyhedsavisen, sem kom síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×