Hékk í poka yfir logandi kolavél 8. febrúar 2007 18:45 Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Lee Reynir Freer var 9 ára gamall þegar hann hélt til Breiðavíkur í maí 1955 eftir að hafa orðið uppvís að hnupli og strákapörum. Móðir hans og stjúpfaðir höfðu frétt af góðu heimili í Breiðavík þar sem börn kæmust í útreiðartúra í fallegri sveit. Talið var að dvöl þarna myndi hafa mannbætandi áhrif á drenginn. Reyni leist ljómandi vel á sig í fyrstu. Ekki leið þó á löngu þar til eitt og annað fór að koma upp á. Fyrsta áfallið var eiginmaður ráðskonunnar, smiður nokkur, sem Stefán hét að sögn Reynis. "Það var í honum sadistaháttur og það ekki lítill," segir Reynir.Nokkrir strákar höfðu verið að stríða dreng og læst hann inni á klósetti í skamma stund. Fyrir þetta var Reyni refsað. "Þetta var um hávetur og það var bullandi frost og harðfenni yfir öllu. Hann leysti niður um mig og dró mig síðan á berum rassinum eftir harðfenninu þannig að ég gat ekki með góðu móti setið á rassinum í viku eða hálfan mánuð."Þegar sami maður hýddi hann seinna með belti svo hvein í, sagði Reynir Arndísi eiginkonu hans frá og sýndi henni ummerkin. Hún brást hart við. "Hún labbaði með mér til hans og gaf honum löðrung, meðan ég stóð við hliðina á henni."Í framhaldi af því lagði smiðurinn ekki aftur hendur á Reyni. En ekki linnti harðræðinu. Í refsiskyni setti stundakennari við heimilið Reyni í kartöflupoka og batt hann við ofn í eldhúsinu. Reyni tókst að naga sig út úr pokanum og faldi sig inni á vistinni. Hann fannst og nú varð refsingin þyngri. Aftur var hann settur í poka, bundið fyrir og í þetta skiptið var hann hengdur upp fyrir ofan logandi kolaofninn. Reynir var skelfingu lostinn og óttaðist að eldtungurnar úr kolaofninum myndu læsa sig í pokann."Það var hins vegar refsing forstöðumannsins Björns Loftssonar, segir Reynir, sem skelfdi hann mest . Drenguirnn hafði stokkið upp á traktor og keyrt af stað. Fyrir þá sök tók forstöðumaðurinn hann og fór með að brunni með ísköldu vatni. Þar tók hann um lappir Reynis og stakk honum oní, með höfuðið niður, og lét hann pompa nokkrum sinnum niður á bólakaf. "Ég hélt hann myndi drekkja mér."Pyntingarnar í Breiðavík eru fjarlægar Reyni í dag, hann segir á mörkunum að hann trúi þessu sjálfur. Þrátt fyrir allt hafi gleðistundirnar þessi tæpu þrjú ár hans í Breiðavík verið miklu fleiri en hinar. Hann er í dag heimilislaus og hefur í gegnum tíðina drukkið ótæpilega, misnotað lyf og setið inni. Lífernið segist hann sjálfur hafa kallað yfir sig og það sé fjarri honum að kenna þjóðfélaginu um það. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Lee Reynir Freer var 9 ára gamall þegar hann hélt til Breiðavíkur í maí 1955 eftir að hafa orðið uppvís að hnupli og strákapörum. Móðir hans og stjúpfaðir höfðu frétt af góðu heimili í Breiðavík þar sem börn kæmust í útreiðartúra í fallegri sveit. Talið var að dvöl þarna myndi hafa mannbætandi áhrif á drenginn. Reyni leist ljómandi vel á sig í fyrstu. Ekki leið þó á löngu þar til eitt og annað fór að koma upp á. Fyrsta áfallið var eiginmaður ráðskonunnar, smiður nokkur, sem Stefán hét að sögn Reynis. "Það var í honum sadistaháttur og það ekki lítill," segir Reynir.Nokkrir strákar höfðu verið að stríða dreng og læst hann inni á klósetti í skamma stund. Fyrir þetta var Reyni refsað. "Þetta var um hávetur og það var bullandi frost og harðfenni yfir öllu. Hann leysti niður um mig og dró mig síðan á berum rassinum eftir harðfenninu þannig að ég gat ekki með góðu móti setið á rassinum í viku eða hálfan mánuð."Þegar sami maður hýddi hann seinna með belti svo hvein í, sagði Reynir Arndísi eiginkonu hans frá og sýndi henni ummerkin. Hún brást hart við. "Hún labbaði með mér til hans og gaf honum löðrung, meðan ég stóð við hliðina á henni."Í framhaldi af því lagði smiðurinn ekki aftur hendur á Reyni. En ekki linnti harðræðinu. Í refsiskyni setti stundakennari við heimilið Reyni í kartöflupoka og batt hann við ofn í eldhúsinu. Reyni tókst að naga sig út úr pokanum og faldi sig inni á vistinni. Hann fannst og nú varð refsingin þyngri. Aftur var hann settur í poka, bundið fyrir og í þetta skiptið var hann hengdur upp fyrir ofan logandi kolaofninn. Reynir var skelfingu lostinn og óttaðist að eldtungurnar úr kolaofninum myndu læsa sig í pokann."Það var hins vegar refsing forstöðumannsins Björns Loftssonar, segir Reynir, sem skelfdi hann mest . Drenguirnn hafði stokkið upp á traktor og keyrt af stað. Fyrir þá sök tók forstöðumaðurinn hann og fór með að brunni með ísköldu vatni. Þar tók hann um lappir Reynis og stakk honum oní, með höfuðið niður, og lét hann pompa nokkrum sinnum niður á bólakaf. "Ég hélt hann myndi drekkja mér."Pyntingarnar í Breiðavík eru fjarlægar Reyni í dag, hann segir á mörkunum að hann trúi þessu sjálfur. Þrátt fyrir allt hafi gleðistundirnar þessi tæpu þrjú ár hans í Breiðavík verið miklu fleiri en hinar. Hann er í dag heimilislaus og hefur í gegnum tíðina drukkið ótæpilega, misnotað lyf og setið inni. Lífernið segist hann sjálfur hafa kallað yfir sig og það sé fjarri honum að kenna þjóðfélaginu um það.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira