Fótbolti

Getum ekki verið án stuðningsmannanna verið

MYND/Getty

Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan í ítalska boltanum, er ekki sammála yfirvöldum þar í landi sem fyrr í vikunni ákváðu að ákveðnir leikvangar fengju ekki að taka á móti áhorfendum í leikjum helgarinnar. Gattuso segir að leikmenn og stuðningsmenn geti ekki þrifist án hvors annars.

Ítölsk stjórnvöld hafa gefið það út að áhorfendum verði ekki hleypt inn á ákveðna leikvanga fyrr en þeir hafa unnið bót á lágmarks öryggisráðstöfunum sem hafa ekki verið fullnægjandi síðustu árin. Gattuso segir þá ákvörðun lýsa óvirðingu gagnvart þeim sem eiga ársmiða á leiki síns liðs.

"Mér finnst eigendur ársmiða eiga rétt á því að nýta það sem þeir hafa borgað fyrir," segir Gattuso. "Við leikmennirnir viljum hafa stuðningsmennina á bakvið okkur. Við getum ekki hugsað okkur að spila til lengdar án þeirra. Hvernig geta félög verið án stuðningsmannana? Þeir eru hluti af leiknum," segir Gattuso.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×