LA Galaxy í væntanlegum raunveruleikaþætti í Bandaríkjunum 10. febrúar 2007 18:45 Það vilja allir spila með sama liði og David Beckham. MYND/AFP Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? Forráðamenn Galaxy segjast undrandi á þeim gríðarlega áhuga sem opnar æfingabúðir félagsins hafa fengið frá ungum knattspyrnumönnum um víða veröld. Svo virðist sem að máttur Beckham er meiri en menn héldu í fyrstu, og ljóst að margir horfa hýru auga til tækifærisins um að spila með sama liði og Beckham. Þúsundir manna sóttu um að komast í úrtökuæfingar en félagið hefur nú ákveðið að veita 800 manns aðgang að æfingabúðunum í Los Angeles. “Það er greinilegt að Beckham hefur áhrif en þessi leikur var ákveðin löngu áður en félagið ákvað að semja við hann,” sagði Alexi Lalas, forseti Galaxy, og þvertók fyrir að félagið væri að nýta sér Beckham til að búa til peningalind í formi skemmtiþáttar. “Markmiðið með þessu er skýrt. Við vonumst til að finna einn leikmenn sem kemur til með að styrkja okkar lið umtalsvert. Við erum sannfærðir um að það eru fullt af góðum fótboltamönnum úti í heimi sem bíða eftir því að vera uppgötvaðir,” segir Lalas. Þáttaka í úrtökuæfingunum mun kosta 130 dollara, hátt í 10 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem áhugasamir þurfa að borga allan ferðakostnað sjálfir. Ungir fótboltamenn frá Honduras, Nígeríu, Indlandi og Nýja-Sjálandi eru væntanlegir til Los Angeles svo að ljóst er að þeirra bíður mikill kostnaður. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance? Forráðamenn Galaxy segjast undrandi á þeim gríðarlega áhuga sem opnar æfingabúðir félagsins hafa fengið frá ungum knattspyrnumönnum um víða veröld. Svo virðist sem að máttur Beckham er meiri en menn héldu í fyrstu, og ljóst að margir horfa hýru auga til tækifærisins um að spila með sama liði og Beckham. Þúsundir manna sóttu um að komast í úrtökuæfingar en félagið hefur nú ákveðið að veita 800 manns aðgang að æfingabúðunum í Los Angeles. “Það er greinilegt að Beckham hefur áhrif en þessi leikur var ákveðin löngu áður en félagið ákvað að semja við hann,” sagði Alexi Lalas, forseti Galaxy, og þvertók fyrir að félagið væri að nýta sér Beckham til að búa til peningalind í formi skemmtiþáttar. “Markmiðið með þessu er skýrt. Við vonumst til að finna einn leikmenn sem kemur til með að styrkja okkar lið umtalsvert. Við erum sannfærðir um að það eru fullt af góðum fótboltamönnum úti í heimi sem bíða eftir því að vera uppgötvaðir,” segir Lalas. Þáttaka í úrtökuæfingunum mun kosta 130 dollara, hátt í 10 þúsund íslenskar krónur, auk þess sem áhugasamir þurfa að borga allan ferðakostnað sjálfir. Ungir fótboltamenn frá Honduras, Nígeríu, Indlandi og Nýja-Sjálandi eru væntanlegir til Los Angeles svo að ljóst er að þeirra bíður mikill kostnaður.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira