Fótbolti

Ekkert lát á sigurgöngu Inter

Ronaldo sést hér með boltann í leiknum í dag.
Ronaldo sést hér með boltann í leiknum í dag. MYND/AFP

Mörk frá Adriano og Hernan Crespo tryggðu Inter Milan auðveldan sigur á Chievo í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag en um var að ræða 15. sigur liðsins í deildinni í röð. Engir áhorfendur voru á leiknum, frekar en í þremur öðrum leikjum á Ítalíu í dag. Ronaldo lék sinn fyrsta leik fyrir AC Milan.

Fjölmargir stuðningsmenn voru fyrir utan Bentegodi leikvanginn í Chievo og létu vel í sér heyra á meðan leikurinn stóð yfir. Aðeins vallarstarfsmenn og fjölmiðlamenn sáu leikinn á vellinum.

Inter hefur nú 60 stig eftir 22 leiki og er með 11 stiga forskot á Roma, sem vann Parma 3-0.

Ronaldo lék síðasta hálftímann fyrir AC Milan þegar liðið vann Livorno 2-1 og þótti standa sig ágætlega. Marek Jankulovski skoraði sigurmark Milan með glæsilegu langskoti en liðið er í 7. sæti deildarinnar eftir sigurinn með 30 stig, helmingi minna en erkifjendurnir í Inter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×