Erlent

Strípalingar í vanda

Þegar strípalingarnir komu út af veitingastaðnum, var búið að stela bílnum þeirra.
Þegar strípalingarnir komu út af veitingastaðnum, var búið að stela bílnum þeirra.

Þrír ungir strípalingar lentu í nokkrum vanda eftir að þeir höfðu hlaupið allsberir um fínan veitingastað í Washington. Þeir komu keyrandi að veitingastaðnum íklæddir einungis höttum og skóm. Til þess að vera vissir um að komast undan, skildu þeir bílinn eftir í gangi.

Þeir þutu inn á veitingastaðinn og ollu þar nokkru uppnámi þegar þeir hlupu allsberir á milli borðanna, með þjónana á hælum sér. Veinandi af hlátri hlupu þeir svo aftur út í bíl. Nema hvað bílnum hafði verið stolið. Það var tíu stiga frost og nokkur vindur.

Þegar lögreglan kom á staðinn hírðust þeir á bakvið bíla, á bílastæði veitingastaðarins. Lögreglan sagði að greyin hefðu ekkert verið að reyna að fela sig, frekar að skýla sér fyrir köldum vindinum og augnaráði forviða vegfarenda, sem skildu ekkert í því hvað þrír allsberir strákar væru að gera úti í þessum kulda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×