Erlent

Þjóðverjar sammála Putin

Tveir af hverjum þremur Þjóðverjum eru sammála Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að Bandaríkjamenn stefni að því að verða allsráðandi í heiminum. Putin lét þessi orð falla á ráðstefnu um öryggismál, í Munchen, um helgina. Þetta er samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir þýska sjónvarpsstöð.

Úrtakið í könnununni voru 1000 manns og af þeim voru 68 prósent sammála Putin. Aðeins 22 prósent voru ekki sammála rússneska forsetanum um að heiminum stafaði hætta af tilraunum  Bandaríkjamanna til þess að verða eina risaveldið í heiminum.

Mikill meirihluti Þjóðverja var andvígur innrásinni í Írak árið 2003 og þar í landi ríkir mikil tortryggni í garð Georges Bush, forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×