Erlent

Búa sig undir stórsókn talibana

Bandarískir hermenn í Afganistan.
Bandarískir hermenn í Afganistan. MYND/AP

George Bush mun í dag tilkynna um fjölgun bandarískra og NATO hermanna í Afganistan, að sögn háttsetts embættismanns í Washington. Fjölgunin er til þess að mæta yfirvofandi stórsókn talibana sem búist er við að hefjist um leið og snjóa leysir í fjöllunum og vegir og vegaslóðar verða greiðfærir.

Það er hefð fyrir því að bardagar liggi niðri í Afganistan á veturna en svo komi menn tvíelfdir þegar snjóa leysir. Síðasta ár var hið blóðugasta síðan talibönum var steypt af stóli og þeir segja sjálfir að það hafi ekkert verið á móts við það sem nú sé í undirbúningi.

Harðnandi bardagar í Afganistan er það síðasta sem George Bush þarf á að halda, en fjölgun hermanna í landinu bendir til að hann geri sér grein fyrir að ólíklegt sé að talibanar taki tillit til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×