Erlent

Breskir unglingar skotnir til bana

Lögregluþjónn við heimili hins sextán ára gamla Billys Cox.
Lögregluþjónn við heimili hins sextán ára gamla Billys Cox. MYND/AP

Bretar eru slegnir yfir því að þrír unglingspiltar hafa verið skotnir til bana í suðurhluta Lundúna á síðustu tólf dögum. Morðingjarnir voru aðrir unglingar. Nýjasta fórnarlambið er Billy Cox, sextán ára gamall piltur sem var skotinn til bana á heimili sínu. Vopnaðar lögreglusveitir hafa verið sendar til löggæslu í þessum borgarhluta.

Fyrir utan piltana þrjá hafa tveir fullorðnir menn verið myrtir í suðurhluta Lundúna undanfarnar vikur. Ekki er talið að tengsl séu á milli morðanna. Morð með skotvopnum eru fremur sjaldgæf í Bretlandi, þar sem lög um byssueign eru mjög ströng. Menn eru því uggandi yfir þessari þróun og yfirvöld íhuga nú hvað þurfi að gera til að stemma stigu við henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×