Nistelrooy segir Ferguson hafa sparkað í sál sína 16. febrúar 2007 19:30 Ruud van Nistelrooy hefur staðið sig ágætlega með Real Madrid í vetur. MYND/Getty Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu. "Það varð trúnaðarbrestur á milli tveggja einstaklinga," segir Nistelrooy um deilu sína við Alex Ferguson í samtali við World Soccer tímaritið. "Ég sprakk á úrslitaleiknum í deildarbikarnum í fyrra og lét ýmis fúkyrði falla í átt að Ferguson vegna þess að mér fannst hann hafa sparkað í sál mína." "Eftir þessa uppákomu varð samband okkar aldrei samt. Tengslin dóu og við fórum í sitthvora áttina. Það er mikil synd, því samband okkar fram að þessum tíma hafði verið með besta móti," segir Nistelrooy og bætir við að hann hafi lengi borið kala til Ferguson. "Það er mikið af leikjum Man. Utd. sýndir hér á Spáni. Og í fyrstu leikjunum sem ég sá og Ferguson brá fyrir þá hugsaði ég: 'Þarna er hann, helvítis....' En núna er reiðin runnin af mér og fyrir mér er þetta gleymt og grafið." Í viðtalinu segir Nistelrooy einnig frá því að hann hafi hafnað tilboði frá AC Milan og Bayern Munchen áður en hann gekk í raðir Real Madrid. "Ég hefði getað farið annað en Real Madrid er stærsta félag í heimi svo að ég gat ekki neitað því. Man. Utd. er stórt félag en Real Madrid er á allt öðru stigi," segir Nistelrooy, sem þó leiðist greinilega ekki að skjóta létt á Ferguson. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu. "Það varð trúnaðarbrestur á milli tveggja einstaklinga," segir Nistelrooy um deilu sína við Alex Ferguson í samtali við World Soccer tímaritið. "Ég sprakk á úrslitaleiknum í deildarbikarnum í fyrra og lét ýmis fúkyrði falla í átt að Ferguson vegna þess að mér fannst hann hafa sparkað í sál mína." "Eftir þessa uppákomu varð samband okkar aldrei samt. Tengslin dóu og við fórum í sitthvora áttina. Það er mikil synd, því samband okkar fram að þessum tíma hafði verið með besta móti," segir Nistelrooy og bætir við að hann hafi lengi borið kala til Ferguson. "Það er mikið af leikjum Man. Utd. sýndir hér á Spáni. Og í fyrstu leikjunum sem ég sá og Ferguson brá fyrir þá hugsaði ég: 'Þarna er hann, helvítis....' En núna er reiðin runnin af mér og fyrir mér er þetta gleymt og grafið." Í viðtalinu segir Nistelrooy einnig frá því að hann hafi hafnað tilboði frá AC Milan og Bayern Munchen áður en hann gekk í raðir Real Madrid. "Ég hefði getað farið annað en Real Madrid er stærsta félag í heimi svo að ég gat ekki neitað því. Man. Utd. er stórt félag en Real Madrid er á allt öðru stigi," segir Nistelrooy, sem þó leiðist greinilega ekki að skjóta létt á Ferguson.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira