Bankarnir hunsuðu Samkeppniseftirlitið 17. febrúar 2007 18:30 Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. Umræða um vaxtakjör og þjónustugjöld bankanna blossaði upp að nýju í vikunni. Formaður Neytendasamtakanna sagði í hádegisfréttum okkar að stýrivextir hefðu ekkert með þjónustugjöld og vaxtamun að gera og að bankarnir gætu boðið miklu betri kjör - þrátt fyrir háa stýrivexti. Á þingi sagði Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar að rannsaka þyrfti samráð bankanna. Bankarnir hafa vísað þessu á bug og sagt mikla samkeppni á bankamarkaði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir enga rannsókn í gangi á meintu samráði bankanna. Samnorræn bankaskýrsla var kynnt í haust. Í ljós kom að vaxtamunurinn er meiri hér en á Norðurlöndunum - þó að arðsemi eiginfjár hafi verið hæst hér og að viðskiptavinir eigi örðugt með að flytja sig á milli banka. Samkeppniseftirlitið beindi ýmsum tilmælum til íslenskra banka við kynningu á skýrslunni, meðal annars að afnema uppgreiðslugjaldið. Um hálft ár er síðan skýrslan var kynnt og Páll Gunnar segir bankana hafa verið trega til að bregðast við henni. Aðspurður hvort eitthvað benti til að bankarnir hygðust verða tilmælum eftirlitsins, til dæmis með því að afnema uppgreiðslugjaldið sagði Páll "ekki í bili".Guðmundur Ólafsson lektor sagði í fréttum okkar í gær að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hefðu brugðist í því að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum og hér heima. Þegar fréttastofa hafði samband við Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, nú síðdegis sagði hann það ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að veita upplýsingar um vaxtakjör í mismunandi löndum. Meginverkefni eftirlitsins væri að gæta þess að undirstöður fjármálamarkaðarins væru traustar og lög og reglur haldnar. Fréttir Innlent Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. Umræða um vaxtakjör og þjónustugjöld bankanna blossaði upp að nýju í vikunni. Formaður Neytendasamtakanna sagði í hádegisfréttum okkar að stýrivextir hefðu ekkert með þjónustugjöld og vaxtamun að gera og að bankarnir gætu boðið miklu betri kjör - þrátt fyrir háa stýrivexti. Á þingi sagði Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar að rannsaka þyrfti samráð bankanna. Bankarnir hafa vísað þessu á bug og sagt mikla samkeppni á bankamarkaði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir enga rannsókn í gangi á meintu samráði bankanna. Samnorræn bankaskýrsla var kynnt í haust. Í ljós kom að vaxtamunurinn er meiri hér en á Norðurlöndunum - þó að arðsemi eiginfjár hafi verið hæst hér og að viðskiptavinir eigi örðugt með að flytja sig á milli banka. Samkeppniseftirlitið beindi ýmsum tilmælum til íslenskra banka við kynningu á skýrslunni, meðal annars að afnema uppgreiðslugjaldið. Um hálft ár er síðan skýrslan var kynnt og Páll Gunnar segir bankana hafa verið trega til að bregðast við henni. Aðspurður hvort eitthvað benti til að bankarnir hygðust verða tilmælum eftirlitsins, til dæmis með því að afnema uppgreiðslugjaldið sagði Páll "ekki í bili".Guðmundur Ólafsson lektor sagði í fréttum okkar í gær að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hefðu brugðist í því að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum og hér heima. Þegar fréttastofa hafði samband við Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, nú síðdegis sagði hann það ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að veita upplýsingar um vaxtakjör í mismunandi löndum. Meginverkefni eftirlitsins væri að gæta þess að undirstöður fjármálamarkaðarins væru traustar og lög og reglur haldnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira