Schalke hefur enn fimm stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki dagsins. Schalke þurfti að sætta sig við jafntefli við Wolfsburg 2-2 þar sem Kevin Kuranyi skoraði bæði mörk Schalke, en Stuttgart skaust í annað sætið með sigri á Frankfurt 4-0. Bremen tapaði þriðja leiknum í röð þegar það lá fyrir Hamburg og Bayern tapaði 1-0 fyrir Aachen aðeins nokkrum dögum áður en liðið mætir Real Madrid í Meistaradeildinni.
Þegar leiknar hafa verið 22 umferðir í Þýskalandi hefur Schalke 49 stig í efsta sæti, Stuttgart hefur 44 í öðru, Bremen er í þriðja með 42 og Bayern er í fjórða með 37 stig.