Erlent

ESB vill stjórna hvalveiðum Dana

Danir vilja sjálfir ráða sínum hvalveiðum, í Færeyjum og á Grænlandi.
Danir vilja sjálfir ráða sínum hvalveiðum, í Færeyjum og á Grænlandi.

Evrópusambandið vill fá að ráða því hvort Færeyingar og Grænlendingar fái að veiða hvali. Danir eru í þeirri undarlegu stöðu að vera einangraðir í hvalamálum innan Evrópusambandsins vegna hvalveiða þessara tveggja þjóða. Og Danir vilja ekki sjá að sambandið sé að skipta sér af þeim veiðum. Þeir eru hlynntir veiðum úr stofnum sem ekki eru í hættu.

Umhverfisráðherrar Evrópusambandsins koma saman til fundar á morgun, þar sem Stavros Dimas, umhverfismálastjóri sambandsins, mun leggja fram tillögu um að það fái að ráða hvalveiðum Færeyinga og Grænlendinga.

Öll aðilarríki Evrópusambandsins eru því samþykk nema Danmörk, sem er eina sambandsríkið sem stundar hvalveiðar, í gegnum Færeyjar og Grænland. Búist er við harkalegum deilum um þetta mál á morgun.

Evrópusambanvið vill tryggja sér lögsögu í þessum málum fyrir fund Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem haldinn verður í Alaska í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×