Erlent

Kjötætur hættulegar umhverfinu

Kýrin er næstum hættulegri umhverfinu en meðalfólksbíll.
Kýrin er næstum hættulegri umhverfinu en meðalfólksbíll. MYND/Vísir
Bandarískar kjötætur eru ábyrgar fyrir einu og hálfu tonni meira af koltvíoxíðlosun en grænmetisætur. Bandaríska matvælastofnunin skýrir frá þessu í úttekt sem þeir gerðu á bandarískum matvælaiðnaði.

Búpeningur ber ábyrgð á 18 prósentum af því koltvíoxíði sem er kemst út í andrúmsloftið. Inni í þeim tölum er útblástur iðnaðar í kringum búpeninginn. Þetta er meira en útblástur af völdum allra faratækja til samans.

Samkvæmt þessum tölum er betra fyrir umhverfið að fólk fari að borða grænmeti heldur en að kaupa umhverfisvæna bíla. Að skipta úr venjulegum bíl í annan sem er umhverfisvænni lækkar koltvíoxíðlosun á árlega aðeins um eitt tonn.

Vandamálið á aðeins eftir að aukast þar sem stærri og stærri hluti af íbúum heimsins fer að borða kjöt reglulega. Eftir því sem ástandið í þróunarlöndum batnar fara fleiri og fleiri að borða kjöt. Dr. Gideon Eshel, sem var einn af vísindamönnunum sem framkvæmdu rannsóknina, sagði að fólk þyrfti ekki að hætta alfarið að borða kjöt. „Ef þú til dæmis borðar bara einn hamborgara á viku í staðinn fyrir tvo hefur þú þegar bætt ástandið töluvert."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×