Erlent

Segja dýr flegin lifandi í Kína

Ísraelar vilja ekki feldi af dýrum sem voru flegin lifandi.
Ísraelar vilja ekki feldi af dýrum sem voru flegin lifandi.

Dýraverndarsamtök í Ísrael, og víðar, halda því fram að loðfeldir sem koma frá Kína séu af dýrum sem séu flegin lifandi. Yfirrabbíni Ísraels hefur brugðist við með því að gefa út tilskipun um að gyðingar megi ekki íklæðast feldum sem séu flegnir af lifandi dýrum. Yona Metzger yfirrabbíni sagði að öllum Gyðingum bæri skylda til þess að koma í veg fyrir að dýr þjáist.

Rabbíninn gekk ekki svo langt að banna aðfarið að Gyðingar gengju í loðskinnsfötum. Pelsar eru að vísu ekki algeng sjón í hinum heitu Miðausturlöndum. Skinn er hinsvegar notað í ýmsan annan fatnað, til dæmis í loðhúfur strangtrúaðra Gyðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×