Erlent

Norðurlönd gegn kvikasilfri

Kvikasilfur er meðal annars notað til margskonar efnaframleiðslu.
Kvikasilfur er meðal annars notað til margskonar efnaframleiðslu.

Norðurlöndin styðja áform um alþjóðlegan samning um notkun kvikasilfurs og annarra þungmálma. Markmiðið er að semja um takmarkaða notkun málma af þessari tegund. Kvikasilfur er einkum notað við allskonar efnaframleiðslu í verksmiðjum, og í rafmagnstækjum.

Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu einnig að styrkja enn frekar starf Norræna umhverfisfjármögnunarfélagsins (NEFCO). NEFCO fjármagnar lítil og meðalstór umhverfisverkefni, meðal annars í Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi. Þetta vinnulag verður nú reynt í samstarfi við kínversk umhverfisyfirvöld en þau hafa sýnt NEFCO mikinn áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×