Stóri nammidagurinn er í dag 21. febrúar 2007 10:36 Ungir grallarar í öskudagsbúningum. Í dag er öskudagur, stærsti nammidagur ársins og börn um allt land klæðast skrautlegum búningum og ganga hús úr húsi til að kría út gotterí. Börnin fara gjarnan um í stórum hópum og taka lagið til þess að þakka fyrir sig. Fyrr á árum var það siður að krakkar hengdu öskupoka aftan í fólk, en minna er um slíkt í dag. Öskudagur var áður fyrsti dagur langaföstu og dregur nafn sitt af rómversk-kaþólskum helgisið. Leifarnar af pálmunum sem vígðir voru á pálmasunnudag síðasta árs voru brenndir. Askan var látin í ker á altarinu og vígð fyrir hámessu. Presturinn bauð síðan söfnuðinum að ganga nær, dýfði fingri í öskuna og gerði krossmark á enni þeirra og sagði; "Mundu að þú ert duft og að dufti skaltu verða." Sagt er að Öskudagur eigi sér átján bræður og er það túlkað á mismunandi hátt. Sumir telja að það þýði að veðrið verði eins og á öskudag næstu átján daga, aðrir að það séu átján dagar á föstunni og enn aðrir að það séu næstu átján miðvikudagar. Umferðarstofa hvetur ökumenn til að sýna sérstaka gætni í dag vegna þess að fjölmörg börn verða á ferðinni í dag, öskudag, að rukka fullorðna fólkið um sælgæti. Í tilkynningu frá Umferðarstofu er bent á að víða gildi 30 kílómetra hámarkshraði í íbúðahverfum og að þar séu börn alla jafna á ferðinni en í dag megi hins vegar búast við umferð barna nánast alls staðar vegna öskudagsins. Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Í dag er öskudagur, stærsti nammidagur ársins og börn um allt land klæðast skrautlegum búningum og ganga hús úr húsi til að kría út gotterí. Börnin fara gjarnan um í stórum hópum og taka lagið til þess að þakka fyrir sig. Fyrr á árum var það siður að krakkar hengdu öskupoka aftan í fólk, en minna er um slíkt í dag. Öskudagur var áður fyrsti dagur langaföstu og dregur nafn sitt af rómversk-kaþólskum helgisið. Leifarnar af pálmunum sem vígðir voru á pálmasunnudag síðasta árs voru brenndir. Askan var látin í ker á altarinu og vígð fyrir hámessu. Presturinn bauð síðan söfnuðinum að ganga nær, dýfði fingri í öskuna og gerði krossmark á enni þeirra og sagði; "Mundu að þú ert duft og að dufti skaltu verða." Sagt er að Öskudagur eigi sér átján bræður og er það túlkað á mismunandi hátt. Sumir telja að það þýði að veðrið verði eins og á öskudag næstu átján daga, aðrir að það séu átján dagar á föstunni og enn aðrir að það séu næstu átján miðvikudagar. Umferðarstofa hvetur ökumenn til að sýna sérstaka gætni í dag vegna þess að fjölmörg börn verða á ferðinni í dag, öskudag, að rukka fullorðna fólkið um sælgæti. Í tilkynningu frá Umferðarstofu er bent á að víða gildi 30 kílómetra hámarkshraði í íbúðahverfum og að þar séu börn alla jafna á ferðinni en í dag megi hins vegar búast við umferð barna nánast alls staðar vegna öskudagsins.
Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira