Betri lífslíkur hjá fyrirburum 21. febrúar 2007 19:15 Lífslíkur fyrirbura á Íslandi hafa batnað töluvert á síðustu árum, að sögn yfirlæknis á vökudeild Landspítalans. Hann segir lífslíkur þeirra, sem fæðast fyrir tuttugustu og fjórðu viku meðgöngu, afar litlar, en ef þau lifi sé mikil hætta á alvarlegri fötlun sem komi í ljós þegar barnið eldist. Það var í október í fyrra sem Amillia Sonja Taylor fæddist í Miami á Flórída í Bandaríkjunum eftir tæpar tuttugu og tvær vikur í móðurkvið. Algengt er að konur gani með börn í 37 til 40 vikur. Amillia var þá rétt rúmir 24 sentimetrar að lengd og rúm 280 grömm að þyngd. Henni var vart hugað líf enda lifa fyrirburar sjaldnast fæðist þeir svo snemma. Amillia dafnaði hins vegar og fór heim með foreldrum sínum í fyrradag. Reynir Tómas Geirsson, sviðsstjóri lækninga á kvennasviði Landspítalans, segist ekki vita um að barn hafi fæðst svo mikið fyrir tímann á Íslandi. Hann segir fyrirburafæðingar ekki mjög sérlega algengar á Íslandi. Fyrirburi sé barn sem fæðist fyrir 37. viku og það séu 6% allra fæðinga. Smærri börn sem fæðist fyrir 28. viku séu 0.7%. Feynir Tómas segir að fæðingar á 22. til 24. viku meðgöngu séu 0.4% fæðinga. Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild Landspítalans, segir lífslíkur barna sem fæðist fyrir 24. viku meðgöngu séu afar litlar. Þau börn sem lifi eigi á hættu alvarlega þroskaskerðingu, svokallað heilalömun. Börnin nái ekki andlegum þroska. Atli segir að lífslíkur fyrirbura hafi batnað á Íslandi og fylgt þróun í heiminum frá því um miðja síðustu öld. Mestu skipti þó að börnin nái ákveðnum þroska fyrir fæðingu til að lífslíkur aukist. Þar skipti lungaþroskinn mestu og hann sé orðinn ásættanlegur í 24. viku meðgöngu. Fréttir Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Lífslíkur fyrirbura á Íslandi hafa batnað töluvert á síðustu árum, að sögn yfirlæknis á vökudeild Landspítalans. Hann segir lífslíkur þeirra, sem fæðast fyrir tuttugustu og fjórðu viku meðgöngu, afar litlar, en ef þau lifi sé mikil hætta á alvarlegri fötlun sem komi í ljós þegar barnið eldist. Það var í október í fyrra sem Amillia Sonja Taylor fæddist í Miami á Flórída í Bandaríkjunum eftir tæpar tuttugu og tvær vikur í móðurkvið. Algengt er að konur gani með börn í 37 til 40 vikur. Amillia var þá rétt rúmir 24 sentimetrar að lengd og rúm 280 grömm að þyngd. Henni var vart hugað líf enda lifa fyrirburar sjaldnast fæðist þeir svo snemma. Amillia dafnaði hins vegar og fór heim með foreldrum sínum í fyrradag. Reynir Tómas Geirsson, sviðsstjóri lækninga á kvennasviði Landspítalans, segist ekki vita um að barn hafi fæðst svo mikið fyrir tímann á Íslandi. Hann segir fyrirburafæðingar ekki mjög sérlega algengar á Íslandi. Fyrirburi sé barn sem fæðist fyrir 37. viku og það séu 6% allra fæðinga. Smærri börn sem fæðist fyrir 28. viku séu 0.7%. Feynir Tómas segir að fæðingar á 22. til 24. viku meðgöngu séu 0.4% fæðinga. Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild Landspítalans, segir lífslíkur barna sem fæðist fyrir 24. viku meðgöngu séu afar litlar. Þau börn sem lifi eigi á hættu alvarlega þroskaskerðingu, svokallað heilalömun. Börnin nái ekki andlegum þroska. Atli segir að lífslíkur fyrirbura hafi batnað á Íslandi og fylgt þróun í heiminum frá því um miðja síðustu öld. Mestu skipti þó að börnin nái ákveðnum þroska fyrir fæðingu til að lífslíkur aukist. Þar skipti lungaþroskinn mestu og hann sé orðinn ásættanlegur í 24. viku meðgöngu.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira