Fótbolti

Tekur Eriksson við af Mancini

Roberto Mancini hefur ekki viljað skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Inter.
Roberto Mancini hefur ekki viljað skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Inter. MYND/Getty

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Sven Göran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, muni líklega taki við stjórastöðunni hjá Inter Milan eftir núverandi tímabil, af Roberto Mancini. Forseti Inter, Massimo Moratti, er ósáttur með að Mancini skuli ekki hafa skrifað undir nýjan samning við félagið.

Sven Goran Eriksson er lærifaðir Mancini frá tíma þeirra saman hjá Lazio en Mancini ku ekki hafa áhuga á því að starfa við hlið Eriksson hjá Inter. Samningaviðræður Mancini við Inter hafa gengið brösuglega og segja fjölmiðlar á Ítalíu að Massimo Moratti sé ekki sáttur við þróun mála. Hann vilji Mancini burt ef hann skrifi ekki undir samning á allra næstu vikum og sé þegar búinn að ræða við Eriksson að taka við af honum.

Samsæriskenningar ítölsku fjölmiðlanna ná enn lengra og segja þeir að ef Eriksson taki við af Mancini muni sá síðarnefndi leysa Jose Mourinho af hjá Chelsea. Portgúgalski stjórinn færi þá til Real Madrid í stað Fabio Capello.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×