Erlent

Miklir viðskiptamöguleikar fyrir íslensk fyrirtæki

MYND/AP

Íslensk fyrirtæki telja mikla möguleika felast í viðskiptum við Suður-Afríku, ekki síst vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem þar fer fram árið 2010. Landsvirkjun er á meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í afrísku útrásinni.

Í tengslum við opnun sendiráðs Íslands í Pretoríu í Suður-Afríku í vikunni hafa íslensk fyrirtæki kynnt starfsemi sína í landinu. Fyrirtækin koma úr flestum greinum atvinnulífsins enda býður Suður-Afríka að þeirra mati upp á fjölmarga möguleika. Annars vegar er þar öflugasta hagkerfi álfunnar sem opnar um leið dyr að öðrum ríkjum hennar.

Nýverið stofnuðu Landsvirkjun og Landsbankinn fyrirtækið Hydrocraft Invest Tilgangur þess er að afla verkefna erlendis á sviði vatnsaflsvirkjana. Undanfarna daga hafa fulltrúar Landsvirkjunar rætt við kollega sína í Suður-Afríku um hugsanlegt samstarf en gríðarleg vatnsorka er óbeisluð í álfunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×