Erlent

Minni harka í mótmælunum

MYND/Hörður Sveinsson

Til nokkurra átaka kom milli mótmælenda og lögreglu á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í nótt en ekki jafn alvarlegra og liðnar nætur. Lögregla var fjölmenn á götum borgarinnar og talið að það hafi komið í veg fyrir hörð átök líkt og í fyrrinótt þegar eldar loguðu víða. Deilt er um rýmingu Ungdómshússins svokallaða, æskulýðsmiðstöðvar á Norðurbrú.

Fjölmenn mótmæli fóru friðsamlega fram í Kaupmannahöfn í gærdag en eftir að þeim lauk kom til átaka í gærkvöldi og nótt. 50 mótmælendur voru handteknir í nótt og hafa því rúmlega 600 úr þeirra hópi verið teknir höndum síðan á fimmtudaginn og tæplega 200 úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Danska lögreglan segir fjölmarga úr hópi mótmælenda erlendar ríkisborgara sem verið vísað úr landi.

Hörður
Hörður
Hörður
Hörður
Hörður
Hörður
Hörður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×