Tollkvótar hækka matarverð 4. mars 2007 18:30 Ákvörðun stjórnvalda, um að bjóða upp innflutningskvóta á kjöti og ostum, stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Dæmi eru um að framleiðendur hafi keypt kvóta til að hindra innflutning og halda verðinu uppi. Alþingi hafnaði í vikunni tillögum Samtaka verslunar og þjónustu um að tollkvótum á kjöti og ostum yrði úthlutað án uppboðs. Samtökin vildu að helmingi tollkvóta yrði úthlutað miðað við markaðshlutdeild umsækjenda í viðkomandi vöruflokki en afganginum síðan með hlutkesti. Alþingi hins vegar samþykkti að halda áfram uppboðum innflutningskvótum á kjöti og ostum. En hvað þýðir þessi ákvörðun fyrir almenning? "Það þýðir bara það að fimm hundruð milljónir hljóta að færast inn í vöruverðið sem ígildi tolla, það hækkar vöruverðið sem er andstætt markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka vöruverð," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Töluverðar upphæðir gætu runnið úr vasa almennings - í ríkissjóð - með því að halda kvótauppboðum til streitu, að mati Sigurðar. "Þetta gæti náð töluverðum upphæðum, var síðast um 180 milljónir fyrir 490 tonn og miðað við það magn sem bætist við núna, sem eru tæp 800 tonn, þá sýnist okkur að heildarupphæðin gæti náð um 500 milljónum." Öllum tillögum samtakanna var hafnað en með þeim hugðust þau meðal annars hindra að kvótar yrðu keyptir til að koma í veg fyrir innflutning. "Með því ætluðum við að reyna að koma í veg fyrir það að aðilar sem njóta tollverndar, eins og Osta og smjörsalan til dæmis, að þeir gætu keypt kvóta og notað þá ekki og komið þannig haldið verðinu háu." Hafa verið brögð að því hjá framleiðendum að kaupa upp þessa kvóta og nýta þá ekki? "Það hafa einhver brögð verið að því já, og við síðustu úthlutun þá var, ef ég man rétt, um 30% af ostunum sem boðnir voru upp keyptir af Osta- og smjörsölunni sem er jú sá aðili sem nýtur tollverndarinnar." Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Ákvörðun stjórnvalda, um að bjóða upp innflutningskvóta á kjöti og ostum, stuðlar að hærra vöruverði og er andstæð markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka matarverð. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Dæmi eru um að framleiðendur hafi keypt kvóta til að hindra innflutning og halda verðinu uppi. Alþingi hafnaði í vikunni tillögum Samtaka verslunar og þjónustu um að tollkvótum á kjöti og ostum yrði úthlutað án uppboðs. Samtökin vildu að helmingi tollkvóta yrði úthlutað miðað við markaðshlutdeild umsækjenda í viðkomandi vöruflokki en afganginum síðan með hlutkesti. Alþingi hins vegar samþykkti að halda áfram uppboðum innflutningskvótum á kjöti og ostum. En hvað þýðir þessi ákvörðun fyrir almenning? "Það þýðir bara það að fimm hundruð milljónir hljóta að færast inn í vöruverðið sem ígildi tolla, það hækkar vöruverðið sem er andstætt markmiðum ríkisstjórnarinnar um að lækka vöruverð," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Töluverðar upphæðir gætu runnið úr vasa almennings - í ríkissjóð - með því að halda kvótauppboðum til streitu, að mati Sigurðar. "Þetta gæti náð töluverðum upphæðum, var síðast um 180 milljónir fyrir 490 tonn og miðað við það magn sem bætist við núna, sem eru tæp 800 tonn, þá sýnist okkur að heildarupphæðin gæti náð um 500 milljónum." Öllum tillögum samtakanna var hafnað en með þeim hugðust þau meðal annars hindra að kvótar yrðu keyptir til að koma í veg fyrir innflutning. "Með því ætluðum við að reyna að koma í veg fyrir það að aðilar sem njóta tollverndar, eins og Osta og smjörsalan til dæmis, að þeir gætu keypt kvóta og notað þá ekki og komið þannig haldið verðinu háu." Hafa verið brögð að því hjá framleiðendum að kaupa upp þessa kvóta og nýta þá ekki? "Það hafa einhver brögð verið að því já, og við síðustu úthlutun þá var, ef ég man rétt, um 30% af ostunum sem boðnir voru upp keyptir af Osta- og smjörsölunni sem er jú sá aðili sem nýtur tollverndarinnar."
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira