Erlent

Stórt vopnabúr í Kaliforníu

Slökkviliðsmenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum komu niður á milljón skothylki í göngum á einkalóð fyrir helgi. Eldur brenndi hluta þaks af húsinu fyrir ofan og var slökkvilið kallað til.

Einhver skotfæri sprungu meðan eldur logaði í húsinu og hitnaði í göngunum. Þar voru, auk skotfæranna, rúm 30 kíló af svörtu byssupúðri, fjölmargar skammbyssur, haglabyssur og árásarrifflar.

Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var þeirra fyrsta verk að koma í veg fyrir að húsráðandi æddi aftur inn í brennandi húsið. Talið er að hann hafi ætlað að reyna að bjarga vopnum.

Maðurinn er nú til meðferðar hjá geðlækni. Líklegt er að hann verði kærður fyrir ólöglega vopnaeign. Ekki er vitað hvað hann ætlaði að gera við vopnabúrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×