Erlent

Danir vilja grafa 9000 km af raflínum í jörðu

Raflínur eru svosem ekkert augnayndi.
Raflínur eru svosem ekkert augnayndi. MYND/Gunnar V. Andrésson

Mikil samstaða er um það hjá stjórnmálaflokkum í Danmörku að grafa 9000 kílómetra af raflínum í jörðu, aðallega til þess að losna við risastór möstur og línur sem eru lýti á umhverfinu. Að sögn Jótlandspóstsins er meirihluti fyrir því á þingi að grafa línurnar.

Danska orkuveitan segir að ef þingið taki ákvörðun um að grafa allar raflínur í jörðu, sé hún tilbúin til þess að hefja verkið. Það verði gríðarlegt verkefni og ýmisleg tæknileg atriði sem þurfi að leysa, en ekkert sé óyfirstíganlegt.

Orkuveitan segir að ef ákvörðun verði tekin um að grafa allar gamlar línur og leggja allar nýjar línur í jörðu, á næstu tuttugu árum, þá muni það kosta 300 til 500 milljarða íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×