Erlent

NATO banar níu almennum borgurum í Afganistan

Bandarískir hermenn að störfum í Afganistan.
Bandarískir hermenn að störfum í Afganistan. MYND/AFP
Níu almennir borgarar í norðurhluta Afganistan létu lífið í loftárásum NATO í dag. NATO gerði þá árásir fyrir mistök á íbúðarhúsnæði en þeir töldu að þar hefðu verið hryðjuverkamenn á ferð.

Samkvæmt Sayed Daud Hashimi, fylkisstjóra í fylkinu sem árásin átti sér stað, lenti uppbyggingarhópur frá NATO sem var á svæðinu í skotárás. Þeir réðust þá gegn mönnunum og kölluðu til loftárás. Ekki tókst betur en svo að flugherinn varpaði sprengju á vitlaust hús og saklaust fólkið lét lífið.

Þetta atvik á sér stað aðeins einu degi eftir að bandarískir hermenn skutu 16 almenna borgara í Afganistan til bana. Þá svöruðu þeir bílsprengjuárás á bílalest sína með skothríð á fólk í nágrenninu. Forseti Afganistan, Hamid Karzai, fordæmdi árásirnar tvær og hefur þegar fyrirskipað rannsókn á atvikinu á sunnudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×