Erlent

Viðræður Norður-Kóreu og Bandaríkjanna ganga vel

Christopher Hill svarar hér spurningum fréttamanna eftir fyrsta fundinn í dag.
Christopher Hill svarar hér spurningum fréttamanna eftir fyrsta fundinn í dag. MYND/AFP

Viðræðurnar á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna í dag gengu mjög vel. Þetta sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill við fréttamenn í dag. Hann sagði miklar líkur á því að samkomulagið sem að var sæst á þann 13. febrúar síðastliðinn myndi halda. „Þetta voru mjög góðar viðræður.“ sagði Hill.

„Ég myndi segja að það hefði verið mikil bjartsýni beggja vegna borðsins varðandi það að komast í gegnum þetta tveggja mánaða viðræðutímabil og ljúka ætlunarverki okkar." sagði Hill að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×