Erlent

Enginn treystir feðrunum

Ekki treystandi ?
Ekki treystandi ?

Þótt hinir mjúku feður dagsins í dag séu farnir að taka meiri þátt í heimilisstörfunum, virðist sem enginn treysti þeim til þess að stjórna heimili. Ekki þeir sjálfir og hvað þá eiginkonurnar. Þannig er þetta allavega í Danmörku, samkvæmt nýrri könnun sem metroXpress lét gera.

Samkvæmt þessari könnun telja aðeins tvö prósent karlmanna að þeir séu hæfastir til þess að sjá um að heimilið starfi eðlilega. Engin kona er þeirrar skoðunar. Heimspekingurinn og mannfræðingurinn Símon Sjörup segir í samtali við metroXpress að konur séu nú farnar að fá réttindi á vinnumarkaðinum, en þær hafi ekki afsalað sér völdunum á heimilinu. Bæði vegna þess að þær vilji það ekki, en einnig vegna þess að mennirnir nenni eiginlega ekki að taka við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×