Erlent

Handtóku átján manns í Ramallah

Lífvörður Abbas forseta.
Lífvörður Abbas forseta. MYND/AP

Ísraelskar hersveitir umkringdu höfuðstöðvar palestínsku leyniþjónustunnar í Ramallah á Vesturbakkanum í morgun og handtóku þar átján manns Mennirnir eru sagðir tilheyra al-Aqsa-herdeildum, sem eru hluti af Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas forseta. Að sögn talsmanna Ísraelshers höfðu átjánmenningarnir staðið fyrir skotárásum á ísraelska borgara og gert tilraunir til mannrána. Enginn særðist í aðgerðum Ísraelanna enda gáfu mennirnir sig fram mótþróalaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×