Erlent

Loksins fá Indíánarnir að vinna

Amerískir Indíánar voru frægir sporrekjendur og sú kunnátta hefur ekki glatast.
Amerískir Indíánar voru frægir sporrekjendur og sú kunnátta hefur ekki glatast.

Navajo Indíánar hafa reynst svo vel við að hafa upp á eiturlyfjasmyglurum sem reyna að komast til Bandaríkjanna frá Mexíkó, að ákveðið hefur verið að stofna fleiri slíkar sveitir. Indíánar voru fyrr á öldum frægir sporrekjendur og það hefur komið í ljós að sú kunnátta er ekki horfin.

Smyglararnir bera þunga bagga á bakinu yfir Arizona eyðimörkina og það er auðvelt fyrir Indíánana að rekja slóð þeirra. Að meðaltali gera þeir upptæk um fimmtíu tonn á ári af eiturlyfjum, mest maríúana. Í Arizona er fimmtán manna sveit Navajo Indíána sem kallaðir eru Skugga-úlfarnir. Yfirvöld hafa nú hug á að stofna fleiri slíkar sveitir, einnig á landamærunum að Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×