Erlent

Abdullah skorar á Bandaríkin

Abdullah konungur Jórdaníu sést hér ávarpa þingið. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni sjást sitja fyrir aftan hann.
Abdullah konungur Jórdaníu sést hér ávarpa þingið. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni sjást sitja fyrir aftan hann. MYND/AFP
Konungurinn í Jórdaníu, Abdullah, hefur skorað á Bandaríkin til þess að beita sér fyrir friði í Mið-Austurlöndum. Þetta sagði hann á sameiginlegum þingfundi öldungadeildarinnar og fulltrúadeildarinnar. Hann sagði einnig að deilan á milli Ísraela og Palestínumanna væri mikilvægari en ástandið í Írak.

Abdullah sagði að Bandaríkin hefðu núna fágætt tækifæri til þess að leiðrétta það áralanga misrétti sem palestínska þjóðin hefði verið beitt. Hann sagði að besta leiðin væri að styrkja samkomulag sem Sádi-Arabía stóð fyrir árið 2002 en í því samþykktu Arabaríki að viðurkenna tilverurétt Ísraels gegn því að Palestínskt ríki yrði stofnað.

Þetta var í fyrsta sinn sem hann ávarpar Bandaríkjaþing en faðir hans, Hussein, gerði það árið 1994 í kjölfar friðarsamninganna í Osló.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×