Erlent

Ótryggar samgöngur

Flugslysið í Indónesíu í gær.
Flugslysið í Indónesíu í gær. MYND/AP

Hugsanleg skýring á því hversvegna Boeing 737 flugvél fór fram af flugbrautinni og brotnaði og brann, í Indónesíu í gær, er sú að hún hafi verið á of miklum hraða í lendingunni. Varaforseti landsins, Jusuf Kalla, sagði í dag að alltof mörg slys í samgöngumálum væru landinu til vansæmdar.

Hundruð manna fórust í ferjuslysi í desember og í janúar hvarf farþegaþota með eitthundrað manns innanborðs. Landsmenn virðast á sama máli og varaforsetinn, því hópur mótmælenda safnaðist við flugvöll höfuðborgarinnar í gær, berandi stór skilti.

Á þeim stóð: Ef þú tekur ferju þá sekkur hún. Ef þú tekur flugvél þá hrapar hún. Og ef þú tekur lest, þá fer hún út af sporinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×