Erlent

Einn á klóið

Enginn vildi sitja yfir þeim sem átti að skila af sér handsprengjunni.
Enginn vildi sitja yfir þeim sem átti að skila af sér handsprengjunni.

Allir fangar vilja losna úr haldi, ekki síst ef þeir sitja í fangelsi í landi eins og El Salvador. Og menn vilja líka komast í betra samband við umheiminn. Þegar fangaverðir í Gotera fangelsinu, sem er skammt fyrir utan San Salvador, höfuðborg El Salvador, ákváðu að gera öryggisleit bæði í húsinu og á föngunum, komust þeir að því að sextán fangar höfðu gleypt farsíma. Og einn sem líklega ætlaði að flýja var með litla handsprengju innvortis.

Alberto Uribe, talsmaður fangelsisins, sagði í samtali við Reuters fréttastofuna, að fangarnir yrðu undir eftirliti, þartil þeir hefðu skilað af sér símunum. Ef það gerðist ekki með eðlilegum hætti, yrði að skera þá upp. Það voru engin vandkvæði með að fá yfirsetufólk til að fylgjast með þeim sem höfðu gleypt farsímana.

Hinsvegar neituð allir sem einn að sitja yfir þeim sem átti að skila af sér handsprengjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×