Erlent

Endatafl í Kosovo-viðræðum hafið

Lokakaflinn í viðræðum um framtíð Kosovo-héraðs hófst í Vínarborg í Austurríki í morgun. Leiðtogar Serba og Kosovo-Albana sækja fundinn en mikill ágreiningur ríkir á milli þeirra um framtíðarskipan héraðsins. Þeir síðarnefndu eru hlynntir tillögum Martii Ahtisaari, sérstökum sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna sem stýrir fundinum í Vín, en þær gera ráð fyrir að Kosovo fái nær algert fullveldi þótt það verði að nafninu til áfram hluti Serbíu. Á það vilja Serbar hins vegar ekki með nokkru móti fallast. Kosovo hefur verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×