Erlent

Írakar vongóðir eftir fyrsta fund

Utanríkisráðherra Íraks, Hoshyar Zebari, sést hér tala við fréttamenn eftir að fyrsta fundinum lauk í dag.
Utanríkisráðherra Íraks, Hoshyar Zebari, sést hér tala við fréttamenn eftir að fyrsta fundinum lauk í dag. MYND/AFP

Utanríkisráðherra Íraks, Hoshyar Zebari, var jákvæður eftir fyrsta alþjóðlega fundinn um framtíð Íraks og hvernig sé hægt að koma ró á í landinu. „Fundurinn var jákvæður og uppbyggjandi," sagði Zebari. „Niðurstöður fundarins voru góðar."

Sagði hann að fundarmenn hefðu náð sátt um að setja á fót þrjár nefndir. Ein á að huga að öryggi, önnur á að ræða stöðu orkumála í Írak og sú þriðja á að rannsaka flóttamannavandamálið en flóttamenn hafa streymt yfir landamæri Íraks til nærliggjandi ríkja.

Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, bað ríkin sem sóttu fundinn um að styðja við stjórnvöld í landinu og hjálpa þeim að koma á friði. Hann sagði einnig að önnur ríki ættu ekki að gera Írak að stað til þess að útkljá deilur sín á milli. Hann nefndi þó engin lönd á nafn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×