Erlent

Rússar kjósa í sveitastjórnarkosningum í dag

Putin getur verið rólegur því hann hefur tryggt að þeir sem hann styður muni ganga vel í kosningunum.
Putin getur verið rólegur því hann hefur tryggt að þeir sem hann styður muni ganga vel í kosningunum. MYND/AP
Meira en 30 milljón Rússar munu kjósa í sveitastjórnarkosningum í landinu í dag. Almennt er talið að kosningarnar séu nær því að vera undirbúningur fyrir þingkosningarnar en þær fara fram á næstunni.

Margir telja að þetta séu fyrstu kosningarnar á árinu sem eiga að miða að því að festa völd Vladimirs Putin, forseta Rússlands. Putin ætlar sér að hætta í embætti árið 2008 en hann hefur gefið til kynna að hann muni velja eftirmann sinn sjálfur.

Kjósendur munu geta kosið á milli 14 flokka í hinum 86 svæðum Rússlands. Flestir búast við því að flokkurinn Sameinað Rússland muni bera sigur úr býtum en hann nýtur stuðnings stjórnar Putins. Alls munu 14 flokkar bjóða fram í kosningunum. Þrátt fyrir fjölda flokkanna hefur mörgum stjórnarandstöðuflokkum verið meinað að taka þátt í kosningunum. Fjöldasamkomur þeirra flokka hafa verið stöðvaðar og lögregla hefur beitt valdi til þess að dreifa úr stuðningsmönnum flokkanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×