Erlent

Hamas og Fatah takast á

Skrifstofa Fatah hreyfingarinnar sem var eyðilögð í átökunum í dag.
Skrifstofa Fatah hreyfingarinnar sem var eyðilögð í átökunum í dag. MYND/AFP
Liðsforingi í Hamas samtökunum lét lífið í dag í skotabardögum við liðsmenn Fatah hreyfingarinnar á norðuhluta Gaza-svæðisins. Átökin hófust í Beit Hanoun en þar voru gerðar árásir með klasasprengjum og handsprengjum í  morgun.

Sjö manns særðust í skotbardögunum, þar á meðal einn liðsmaður Hamas og tveir liðsmanna Fatah. Hreyfingarnar kenna hvor annarri um að hafa byrjað átökin sem leiddu til fyrsta mannfallsins síðan að Fatah og Hamas settu á fót þjóðstjórn fyrir mánuði síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×